Björn R. Árnason frá Grund 1885–1972
ÞRJÚ LJÓÐ
Björn Runólfur Árnason er fæddur á Hæringsstöðum 13. júlí 1885, næstelstur af sex börnum Ísaks Árna Runólfssonar og Önnu Sigríðar Björnsdóttur, af gömlum og grónum Svarfdælskum bændaættum. Á fimmta ári flytjast foreldrar Björns að Atlastöðum og ólst hann þar upp og á allar sínar bernskuminningar þaðan.
Að eigin sögn var skólaganga Björns naumast lengri en sem svara mundi fimm vikna tímabili samanlagt, en hann var frá unga aldri fróðleiksfús og námgjarn og las allar bækur, sem hann náði til. Björn var því sjálfmenntaður og nýtti MEIRA ↲
Björn Runólfur Árnason er fæddur á Hæringsstöðum 13. júlí 1885, næstelstur af sex börnum Ísaks Árna Runólfssonar og Önnu Sigríðar Björnsdóttur, af gömlum og grónum Svarfdælskum bændaættum. Á fimmta ári flytjast foreldrar Björns að Atlastöðum og ólst hann þar upp og á allar sínar bernskuminningar þaðan.
Að eigin sögn var skólaganga Björns naumast lengri en sem svara mundi fimm vikna tímabili samanlagt, en hann var frá unga aldri fróðleiksfús og námgjarn og las allar bækur, sem hann náði til. Björn var því sjálfmenntaður og nýtti þekkingu sína m.a. við barnatilsögn, sem hann stundaði í ígripum um 35 ára skeið. Hann var fræðari í eðli sínu og " fýsnin til fróðleiks og skrifta " bjó í honum alla tíð!
Björn byrjaði að yrkja innan við tvítugt og á þrítugsaldri sendi hann nokkur smákvæði í Íslending, sem birtust þar, en seinna meir fannst honum kvæðin ekki nógu góð og brenndi þau flest.
Þeim mun meiri rækt hefur Björn lagt við að skrifa í óbundnu máli og minnast sveitunga sinna, samanber Bændatal í Svarfaðardal (1969) og Sterkir stofnar (1960) sem hefur verið gefið út, en auk þess ýmislegt um ættfræði til eftir hann í handritum.
Runólfur í Dal var höfundarnafn Björns fyrr á árum, en á þann hátt kenndi hann sig við Svarfaðardal, þar sem vagga hans stóð og þar sem hann ól allan sinn aldur.
↑ MINNA