Nafnið þitt alda | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Nafnið þitt alda

Fyrsta ljóðlína:Þýtur golan við gluggann
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Þýtur golan við gluggann
því fórstu svona fljótt?
Grætur barn í fjarska
sem móðurhöndin sefar.

Bráðum vaknar borgin
blaðasalar kalla
einn ég man þig ástin mín.
Þú vakir hjá mér í rökkrinu.

Nú ertu fjarri
þó ertu í draumi mínum
strýkur létt um hár mitt
og herðar.

Atlot þín eru sem foss
af glitrandi dropum
renna þeir um taugar mér.
Hver er að hvísla í golunni?

Nafnið þitt, Alda
líður mjúklega um huga mér.
Þú fórst burt
en þó ertu hjá mér.

Bráðum kemur nóttin aftur
þá ertu hjá mér,
saman munum við halda
inn á fornar slóðir.