Ljóðað til bæjarráðs | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Ljóðað til bæjarráðs

Fyrsta ljóðlína:Það tókst.....
bls.Bls. 17, 01.10. 1984
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1984
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Ljóðað til bæjarráðs í tilefni af lausn lóðamarkadeilu.
Það tókst.
Þvílíkir snillingar.
Ljós þeirra mun lýsa
á leiðum framtíðar.
Sættir náðust.
Sigruðu hvárirtveggja.
Styrjöld lokið
hinna stríðandi aðila.

Afrek var
einstakra mannkosta,
bæjarverkfræðingsins
og byggingfulltrúa.
Bæjarráð
bráðvitra höfðingja
sportglæst mun ljóma
á spjöldum sögunnar.

Þessum ber lof og þökk,
það ég hygg,
ykkar Eiríkur Pálsson
frá Ölduhrygg.