Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Við opnun íþróttahúss | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Við opnun íþróttahúss

Fyrsta ljóðlína:Við hyllum í dag í Hafnarfirði
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1971

Skýringar

Flutt við opnun íþróttahúss í Hafnarfirði.
Við hyllum í dag í Hafnarfirði
hús, sem er æskunni vígt.
Traust er bygging og vítt til veggja
og vökul ljósanna dýrð.
Hér skulu afrek ótal unnin
og einlægt á brattann sótt.
Styrkja líkama, anda og orku
og efla sálarþrótt.

Æska að leik, að æfingu og keppni
á hér nú griðarstað.
Léttan mun hlaupið, lyft verður knetti
og lífsfjörið gneista í sal.
Gleði mikil á góðum stundum.
Gaman að hafa þar dvöl.
Hafnfirðingar eldri og yngri
eiga hér kosta völ.

Birtir yfir bæ og firði.
Brosir í heiði sól.
Áfangi góður er að baki.
Áfram skal stöðugt sótt.
Verkefni kalla stærri, stærri.
Starfsins er ekkert hlé.
Reisum af grunni fleiri, fleiri
fögur menningar vé.