Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þakkarorð | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Þakkarorð

Fyrsta ljóðlína:Sóknarnefnd, við þökkum þér
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:1951

Skýringar

Lesið í kaffisamsæti, sem sóknarnefnd Akureyrarsóknar hélt þátttakendum í kirkjukóramóti Eyjafjarðarprófastsdæmis 18. nóv. 1951
Söngstjóri kórsins var þá Áskell Jónsson.
Sóknarnefnd, við þökkum þér
það sem er á borðum.
Til söngfélaga er sitja hér
síðan beini ég orðum.

Við skulum rétta hendi hönd,
hýr og glöð í framan.
Þá munu systra- og bræðrabönd
betur tengjast saman.

Þá er sjálfur söngstjórinn
- sem er afbragð talinn,
yrði lítil æfingin,
ef hann félli í valinn.

Þér af alhug þakka ber,
þú kannt vel að stjórna.
Ekki sérð þú eftir þér,
elju þinni að fórna.

Guð sé okkar gjörvöll hlíf,
glatt skal söngur hljóma.
Sambandinu lánist líf,
landi og þjóð til sóma.

Því er okkar þökkin stór,
- þetta er góður drykkur. -
Guðsást fyrir Glerárkór,
gæfan fylgi ykkur.