Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Á jólanótt | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Á jólanótt

Fyrsta ljóðlína:Ég man ennþá kertið mitt kæra
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1972
Flokkur:Jólaljóð
Ég man ennþá kertið mitt kæra
sem krakki með ljósið sitt skæra.
Þá himnesk var heilaga vakan
ég horfði á það brenna oní stjakann.

Þú Jesús ert ljós allra ljósa
og lífsvökvi ilmandi rósa.
Hið fegursta er mótast í minni
er minning frá jötunni þinni.

Ó gef þú mér guðssonur kæri
þá gjöf er mér dýrmætust væri.
Að halda á í hendinni minni
eitt hálmstrá úr jötunni þinni.

Það berst oss frá Betlehems völlum
boðskapur heiminum öllum.
Í dag er oss frelsarinn fæddur
og fegursta almætti gæddur.

Ó gef þú að guðsljósið bjarta
það geymist í sérhverju hjarta.
Því kærleikans lausnari lifir
og lýsir oss jörðinni yfir.