Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Minning um Snorra Sigfússon | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Minning um Snorra Sigfússon

Fyrsta ljóðlína:Eldhugi er okkur horfinn
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1978

Skýringar

Minningarljóð um Snorra Sigfússon ( 1884-1978 )
Eldhugi
er okkur horfinn.
Háaldraður
hefur kvatt.
Eftir lifir
öðru fremur
minning
um mátt viljans.

Gneistaði
af góðum manni.
Frelsi unni
framsækinn.
Lá aldrei
á liði sínu.
Hló jafnan
hugur í brjósti.

Uppfræddi
æskulýðinn.
Lagði honum
lífsreglurnar.
Hug lyfti
í hæðir bjartar.
Ást glæddi
til ættarfoldar.

Lagið tók
löngum glaður.
Eggjaði
til átaka.
Hikaði lítt
þótt hríð dyndi.
Vaskur fór
vegferð langa.

Svarfaðardal
sínum unni.
Hlut hans
hóf og elfdi.
Sæmd var og
síns héraðs
og þjóðarinnar
þegn traustur.

Vel gerður
var Snorri.
Birtugjafi
börnum landsins.
Fyrirmynd
fjörmikill.
Vorsál
virtur af öllum.

Lauk stund.
Liðinn er dagur.
Hniginn á brá
höfginn þungi.
Fjallkonan nú
faðmi vefur
soninn ágæta
er síungur lifði.


Athugagreinar

Með bestu þökk fyrir einstæð og ógleymanleg kynni eru lokaorð höfundar!