Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Einn á ferð | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Einn á ferð

Fyrsta ljóðlína:Þú ert einn á ferð
Viðm.ártal:≈ 1975
Þú ert einn á ferð
um auðan veginn,
stefnulaust
út í stormkalda nótt.

Hvaðan kemurðu?
Hvert ertu að fara?
Ekkert svar,
allt er hljótt.

Fölur máni,
yfir fjallstindi,
siglir himindjúp
í vestur.
Hann er ríkjandi í geimnum.
Þú ert jarðneskur gestur.

Einn á ferð út í nóttina.