Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vor um alla veröld | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Vor um alla veröld

Fyrsta ljóðlína:- Vinur - Finnurðu ei fegurðina
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
- Vinur -
Finnurður ei fegurðina
fylla brjóst þitt gleði.
Sérðu sólroðin
svanavötnin
blá fjöll í fjarska
fannhvítann jökul
bera við bláan himinn.
Brúna lyngheiði
með grænum gróðurflekkjum
ána lygna liðast um ljósgræn engin.
Lágreistan bóndabæ
í blómguðu túni.