Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Minnstu þess | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Minnstu þess

Fyrsta ljóðlína:Vorgróin jörð
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Vorgróin jörð
vot af næturdögg
breiðir faðm
móti börnum dalsins
eins og móðir blíð.

Hvert barn sem ann
sinni berskusveit
og gleði finnur
við gróandi jörð
er góður þegn.

Hvað er gleði
og göfug trú
ást og auður
annað en gjöf
frá móður jörð.

Hvað er líf
án ljóss og yls.
Hvað er maður
án moldar og gróðurs?
Ekki neitt.

Veistu þá
að vilji þinn
er auðurinn mesti
sem orðið getur
öðrum til góðs.

Og þér er hann gefinn
til þroska og vaxtar
sjálfum þér
og sveitinni þinni.
Minnstu þess.

En settu ekki mark
þínum sjóndeildarhring
því hvar sem þú ferð
kannastu við
þína ættarjörð.