Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Í tilefni af 10.11.1984 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Í tilefni af 10.11.1984

Fyrsta ljóðlína:Flýgur hugur langt til lands
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1984

Skýringar

Ort í tilefni af 60 ára afmæli Birnu systur sinnar.
Flýgur hugur langt til lands,
leitar bernsku stunda.
Þaðan aldin muni manns,
minnist gleðifunda.

Inn í dal við fábreitt föng,
fjarri þys og glaumi.
Bernskudægrin ljúf og löng
liðu í fögrum draumi.

Oft á lofti þó bliku brá,
birtum éljavindum.
Drauma sólskins heiðin há
huldust skuggamyndum.

Kjark og festu þurftu þrátt,
þrek og seiglu í kjúkum.
Þeir sem hafa athvarf átt,
undir Rauðuhnjúkum.

Þar var oft við þröngan kost,
þraukað langa vetur.
Þegar éljafjúk og frost,
fönn á gluggann setur.

Tíðum móðurhöndin hlý
huggun barni veitti.
Skugga og myrkri alltaf í
yndi og hlýju breytti.

Til undrunar oft ég finn
- öðru fram þó taki.
Öll þau föng sem faðirinn
flutti á þreyttu baki.

Nú hefur bernsku myndir máð
móða hels og bana.
Ellin hefur okkur náð
enginn sigrar hana.

Stundum gleðin eina er
frá æskjuleikjum runnin.
Þegar allan ellin sér
ævikveikinn brunninn.

Fram til vegar horft skal hátt
þó hljóðni gleðiraddir.
Birtan fölni - breytist átt
og bernskuleikir kvaddir.