Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Gamlar myndir | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Gamlar myndir

Fyrsta ljóðlína:Líða dagar líða ár
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Líða dagar
líða ár
líður æviskeið.
Ljósar myndir
liðinna tíma
svífa
fyrir sjónum.

Æsku vinur
alúðar þakkir
hlýtt er í huga
helg hver minning.
Bregður skini
um bjarmalönd.
Birtu -
frá bernsku árum.

Leitar hugur
horfinna tíma
æskunnar daga
í dalnum heima.
Man ég sólheita
árroða
um austurfjöll.

Svífa fyrir
sjónum mínum
ógleymanlegar
æskumyndir.
Dagsbrún
yfir Dýjafjalli
morgunnroði
á Rauðuhnjúkum.