Vor 2007 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Vor 2007

Fyrsta ljóðlína:Það eru Svanir á túnum
Viðm.ártal:≈ 2000
Það eru svanir á túnum
gæsir og  helsingjar.
Ég horfi á þetta
á ferðum mínum,
keyri næstum útaf.
Áður voru það lambærnar,
sem trufluðu mig,
er hún Svartkolla
ekki með bæði lömbin,
af hverju er hún Ljósbrá
komin hingað.
Enn hrekk ég við
að heyra sáran jarm
í fjallinu.
Enn eru kindur
í draumum mínum.