Haust | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Haust

Fyrsta ljóðlína:Úrsvalur morgunn
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Skáldsþankar
Úrsvalur morgunn,
þoka niður á tún,
súld í brjóstinu.
Gullhamrar gærdagsins
virka ekki í dag.
Eitthvað fór úrskeiðis.
Skyldi morgundagurinn
verða góður?

Rimarnar lokupu
sjóndeildarhringnum
áður fyrr.
Svo fór eg að heiman,
þær fluttu með mér.
Nú hvíli eg augu mín
á hlíðum þeirra
þegar víðáttan þreytir mig.

Þú söðlar hest þinn,
leitar einn á vit fjallsins
í morgunskímunni.
Ef þú brynnir honum
í læknum á heiðinni,
líttu þá niður í dalinn
sem gf þér ungum kraft
til að stíga á bak
þessum villta hesti
sem ber þig í ógöngur.