Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Móða tímans | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Móða tímans

Fyrsta ljóðlína:Við berumst öll með tímans miklu móðu
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Lífsspeki
Við berumst öll með tímans miklu móðu
þó mannlegt val ei ráði hver stefnan er.
Allir vilja blásandi byr í seglin
en berast með straumnum, rekast á boð og sker.
Þó opnast sumum leið gegnum erfiða strauma,
aðrir hrekjast og fá ekki neitt að gert.
Áfram berumst við öll með móðunni miklu
margur hugsar og spyr, en hvert - en hvert.

Margur hefur brotið bát sinn á skeri
og borist með straumnum kaldur og ráðafár.
Þó skynja menn fátt nema auðn og eilífa glötun
þó yfir þeim hvelfist himinn skínandi blár.
Hrópi villtur til sinna samferðamanna
þeir svara - ó bróðir ég get ekki hjálpað þér.
Ég læt ekki vald mitt, auð og allt að veði
þú einsamall verður að deyja eða bjarga þér.

Hvað stoðar það manninn að eiga auðlegð á jörðu
ef innri trú hans á himneskan frið er dauð.
Frá vöggu barnsins að beði hinstu stundar
er barátta lífsins há um völd og auð.
Þó ræður enginn náttstað síns eigin nökkva
og nafn vors drottins finnst mörgum lítilsvert.
Við berumst öll með tímans torfæru móðu
og trúlaus maður spyr, en hvert - en hvert.