Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Jólin 2003 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Jólin 2003

Fyrsta ljóðlína:Ellin hún færist yfir
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2003
Flokkur:Jólaljóð
Ellin hún færist yfir
okkur í þessum heim.
Í glóðum þó lengi lifir
svo lyktar með fornum keim.
Ort er því enn á kvöldin
eitthvað sem minnkar víl
og párað á pappírsspjöldin
í Passíusálmastíl.

Ósk vor er ætíð þessi
ágæti vinur enn:
Jólin vorn huga hressi
hrífast þá Guð og menn.
Histórían svo hermir
heiminum gefst á ný
ár nýtt sem okkur vermir
öll skulum trúa því.

Gleðjumst svo glöðum meður
góður mun koma senn
matur sem svanga seður
síst munu grennast menn.
Höfum svo hægar tíðir
helgin mun vitrast þér
upphefjast allir lýðir.
Amen þess óskum ver.