Í skammdeginu árið 2000 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Í skammdeginu árið 2000

Fyrsta ljóðlína:Við hugsum til þín og minnumst margra stunda,
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:2000

Skýringar

Við hugsum til þín og minnumst margra stunda,
mikið er gott að eiga vini trausta,
vini sem eiga heiða sál og hrausta.
Hlökkum við mjög til okkar næstu funda.
Við hugsum til þín í ys og erli dagsins
og einnig þegar húmar að á kvöldin,
er norðurljósin og tunglið taka völdin,
þá teygum við fegurð horfna sólarlagsins.
Við hugsum til þín er nálgast heilög nóttin,
nú á að gleðjast rótt við ljósin björtu,
birta og friður hertaki okkar hjörtu.
Helg eru jól, nú hverfur vetrarnóttin.