Baldvin Magnússon Hrafnsstaðakoti | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Baldvin Magnússon Hrafnsstaðakoti

Fyrsta ljóðlína:Ljóðið stefa stirða mitt
bls.59
Viðm.ártal:≈ 1975
Ljóðið stefa stirða mitt
stefnir Hrafns að koti.
Þar sem Baldi bú með sitt
býr í fínu sloti.

Situr heill með sæmd og mekt
sindrar bros á halnum.
Þótt kvenmanns aldrei noti nekt,
er náttúra í halnum.

Það ég einatt merkja má
og mest á dansiböllum.
Syngur hann og semur þá.
sæg af ástarknöllum.

Lætur falla lipur stef
um losta kvenna og sveina.
Sönnun margra hér ég hef,
en hirði ei þar um greina.

Bæjarmálum greiða gert
er gæsku og hugvits krefur.
Svo er annað umtalsvert,
er hann stundað hefur.

Verslun hefur kempan kná
af kostum náð að reka.
Er hans von og æðsta þrá
hann engan þurfi að fleka.

Þóranna með þelið blítt
þar nú ræður högum.
Balda sínum pilsið prýtt
passar á virkum dögum.

Dyggðin prýðir mætan mann
þótt margir brosi ei synir.
Efalaust hann eldast kann
eins og flestir hinir.