Kominn heim af sjúkrahúsi | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Kominn heim af sjúkrahúsi

Fyrsta ljóðlína:Ég stend út við gluggann og horfi út í húmið
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1978
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Kominn heim af sjúkrahúsi 9. október 1978
Ég stend út við gluggann og horfi út í húmið
hugurinn leitar að atburðum liðinna ára.
Nú er hún mamma mín næstum komin í rúmið
já nú er hann pabbi hættur að gera hlutina klára.

Margt hefur breyst og ýmislegt aflaga gengur
en áfram samt verður að halda á meðan við getum.
Mér finnst þó að forsjónin ætli að lofa mér lengur
að lifa og starfa í tilveru mengaðri af hretum.

En hvað er það þá, sem að amar aumingja drengur?
Ertu ekki fluttur í húsið þitt nýja og fína?
Viltu ekki bíða og lifa svolítið lengur,
líttu þér nær, því að bráðum tekur að hlýna.

Já rétt er það, sem þú segir mér vinur minn góður,
samviskan má ekki naga mig alveg að beini.
En nú er ég sestur við borðið mitt hógvær og hljóður
og held þá í alvöru að tíminn mig einhverju leyni.