Hugleiðingar gamals manns | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Hugleiðingar gamals manns

Fyrsta ljóðlína:Ég ætlaað segja hér sögu
bls.49-52
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar

Skýringar

Námskeið í leiklestri og framsögn
Ég ætla að segja hér sögu
sú verður litrík og fín
fyrst þarf að búa til bögu
en barasta svona upp á grín.
Er komum við saman að kanna
kunnáttu okkar hér
nú skal ég segja og sanna
satt, eins og vera ber.

Í miðgóu mætti á stalli
meistari Þráinn með lýð
hússins á hæsta palli
hófst þar nú skólatíð.
Þá ómaði loft af öllum
óhljóðum, hvæsi og sút
menn emjuðu, grenjuðu og æptu
og á munninn gerðu stút.

Fyrst skal í flokkum telja
frú Þóru biskup með
hjá ýmsum er dægrardvelja
að dunda með hróka og peð.
Sá var úr selstönn renndur
suður í Máríá
til Íslands var seinna sendur
og sat nú hér borði á.

Aðalsteinn hafði í höndum
úr horni einn smíðisgrip
einatt hann bargði böndum
og batt upp á hesta hrip.
Sú högld var úr horni unnin
hreinasta listasmíð
frá Eyfirskum rögnum runnin
og reyndist nú gleðja lýð.

Erlingu átti í hendi
ágæta klemmu á þvott
grip þennan kankvís kenndi
en ku varla nógu gott.
Úr harðviði gripur var gerður
en garp hafði láðst við smíð
á snúrunni aldrei eirði,
ef ekki var þvottatíð.

Guðrún með grip einn hímdi
gældi við hann og strauk
um barnæsku kankvís kímdi
við kinduga sögu lauk.
Hann er úr fjallsins fórum
fallegur steinn að sjá
valt þar á vöðlum stórum
en var ekkert nærri að sjá.

Jónína í hendi hafði
hófskóf einn fagurlaga
menn þar um kyngi krafði
og kvað yrði þá til baga.
Í húsum var hengd á snaga
háttsett af liði kræfu
opið skal upp þó vera
ef á hún að safna gæfu.

Pétur með létta lundu
leit á sitt stundaglas
glaður á góðri stundu
en gerði samt nokkurtr þras.
Tikk takk, víst fannst hér forðum
fallega gripnum í
nú farið er flest úr skorðum
ég finn engin ráð við því.

Sigríður sylgju hafði
sú var úr kopargjörð
við tildrög að slíku tafði
sem tókust við Eyjafjörð.
Þá heim oft var reitt á hestum
heyfengur engjum af
og söðull hjá góðum hestum
gat hringjan fest þar tarf.

Heiða einn lykil hafði 
hann var mjög lagleg smíð
skeggið hans skerðingar hafði
skrautlegust var sú smíð.
Búkonan kistu krafði
um kræsingar ár og síð
lykill í bandi lafði
á lengd hennar alla tíð.

Gestur var nú að glíma
við gljáandi sirkilinn
hann mundi sér meiri tíma
er mörg reyndust verkefnin.
Við smíði og allskonar iðju
einatt var sirkils þörf
í eldhúsi og úti í smiðju
við alskonar vanda störf.

Læt ég svo lokið þulu
lélegt er framlag mitt
sem gloppa á gamalli dulu
þótt ég gæli við þetta og hitt.
Samt er það alls ekki svona
því sút engra bætir hag
við skulum öllsömul vona
að verði hér gaman í dag.