Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Verkbeðni | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Verkbeðni

Fyrsta ljóðlína:Aftur ég kem nú á þinn fund
bls.21
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Þululjóð

Skýringar

Verkbeðni til Bifreiðaverkstæðis Sigurðar Valdimarssonar á Akureyri.
Aftur kem ég nú á þinn fund
eilítið fætur slitnað hafa,
gladdist ég þó á góðri stund,
það gerðist í viku, ég snjó fékk kafa.
Klaka og aur ég kafa fékk,
karlinn sem ók var verklaginn
aftan í mér þó annar hékk
í aurdrullufeni, hérna um daginn.
Nú skalt þú að því gefa gaum
er greini ég frá af þessu og hinu,
ljósin í stuðara eru aum
og engin sturta á rassgatinu.
Þú átt að smyrja minn þreytta kropp,
þukla í gír og drifi mínu,
athuga vel hvern einan kopp
svo allt hér nú verði í lagi fínu.
Hjartsláttur minn er heldur ör,
hugaðu líka að batteríi,
svo alltaf ég veki yndi og fjör
einkum með fólk í sumarfríi.
Ég veit að þú skilur vinur minn
að viðhald mitt þarf að vera í lagi.
Sæll verð þú ætíð, Siggi minn,
sýndu mér snilld í þínu fagi.