Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Innkaupaferð til útlanda | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Innkaupaferð til útlanda

Fyrsta ljóðlína:Úr útlandi konurnar komu
bls.20
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Daglegt amstur

Skýringar

Nokkrar konur fóru í innkaupaferð til Útlanda. Afrakstur var þessi.
Úr útlandi konurnar komu
þær kunnu á fjölmörgu lag.
Þær færðu okkur tvinna og tölur,
tuskur og smáband í stag.

Og það hef ég sagt við mig sjálfan
að saumnálar útvegi þær,
og allskonar indælis vélar,
ískápa, töskur og klær.

Allskonar flatkoppa og kirnur
og kvenlegust undirföt
út nyloni og silkisokka
það sjáist ei framar göt.

Allt þetta og ótal margt fleirra
afköstin sanna það.
Inn verður flutt án tolla
einnota fíkjublað.

En það hef ég sannfrétt síðan
að sumum sé um og ó.
Guð, hvað þetta var gaman
en glæfralegt reyndist þó.