Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Án titils | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Án titils

Fyrsta ljóðlína:Ó, þú draumur sem varst
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Skáldsþankar
Ó, þú draumur sem varst
mig í bernsku þú barst
þegar bárunar léku við strönd,
hversu ljúf var sú stund
er ég leið á þinn fund
lyftum huga um draumanna lönd.
Hve þitt handtak var hlýtt
bros þitt hjartnæmt og blítt
það var hátindur lífs míns að njóta.
Þar ég öryggi fann
er í brjósti mér brann
bernskuminningar unað að hljóta.

Nú er liðin sú tíð
æskan blundar samt blíð
þegar brjóst mitt er þanið af söng.
Hugur flögrar um fjöll
þó þar fyki oft mjöll
fundust æskunni dægrin ei löng.
Ó, minn ástkæri bær
blíðu og blessun þú ljær
veittu öldruðum unað og fró.
Þegar sól okkar sest
gefðu gæði okkur mest
Guðs í almætti finnum við ró.