Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Til Halldórs í desember 1978 | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Til Halldórs í desember 1978

Fyrsta ljóðlína:Vonandi þig frískan finna
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1978
Flokkur:Ljóðabréf

Skýringar

Ljóðabréf til Halldórs á Melum, bróður höfundar.
Vonandi þig frískan finna
furðulegu kvæðin mín.
Vel í stefi vil ég kynna
varman huga minn til þín.

Fréttir verða fáar sagðar
finn ég kannski eina góða,
ef í hug minn yrðu lagðar
einhverjar í formi ljóða.

Hér er veðrið viðunandi
vegir góðir, jörðin auð.
Jólaösin allsráðandi
eins og hungurs væri nauð.

Við Gugga eigum öll í standi
árin sex í hjónabandi.
Mjaðmar aldrei eigum kúta
örlögunum flestir lúta.

Fáum brátt að fagna vini
fallegum og góðum syni.
Léttir mínu litla hjarta
að líta aftur soninn bjarta.

Aftur jól þá eigum saman
yndislega verður gaman.
Borð og glugga Gugga skreytir
glas af jólaöli veitir.
–––––––––––––-
Vondu rími vík ég frá
í von um stuðla betri.
Hugurinn þráir þig að sjá
þá á liðnum vetri.

Þínar gjafir þakka verð
þig við Guði felum.
Þegar næst ég fer í ferð
finn ég Dóra á Melum.