Svanfríður Gunnlaugsdóttir 90 ára | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Svanfríður Gunnlaugsdóttir 90 ára

Fyrsta ljóðlína:Krakkarnir frá Kónsstöðum, kveðju senda þér
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1990
Flokkur:Afmæliskvæði

Skýringar

Svanfríður Gunnlaugsdóttir, 90 ára þann 27. nóv. 1990. Með kveðju frá systkinunum frá Kóngsstöðum.
Krakkarnir frá Kóngsstöðum, kveðju senda þér
með kærleiksríkri þökk, fyrir allt, sem liðið er.
Við minnumst þess með þakklæti, hve mild þú varst og hlý
og margt, sem okkur grætti, þú réðir bót á því.
Ef kaldur reyndist fótur, - já komdu í bæinn inn
hver veit nema ég finni gott, að stinga í munninn þinn.

Í guðstrú alltaf lifðir og glöð í huga varst,
þú geymdir það í hjarta, sem er öllum farsælast.
Að vera stoð og styrkur, þegar eitthvað útaf ber
og ávallt reyna að bæta það, sem stundum miður fer.
Á afmælinu njótir þú vista og vinafjöld
og virðingar þú hljótir, fram á hinsta ævikvöld.