Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Kvöld í Svarfaðardal | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Kvöld í Svarfaðardal

Fyrsta ljóðlína:Hér ilmar blær, hér angar jörð
Viðm.ártal:≈ 1975
Hér ilmar blær, hér angar jörð,
hér ómar fuglakliður
en fannir þekja fjallaskörð
mig fangar lækjaniður.
Um dalinn áin liðast lygn
um ljósar sumarnætur.
Hér bera fjöllin töfratign
en tárast fjólan lætur.

Ég leit ei fyrr svo fagra sveit
með frjósöm tún og engi.
Í vorsins faðmi vafin reit
hér vildi’ ég una lengi.
Og þessum dal ég get ei gleymt
fyrst gafst mér hann að líta
því huga minn um hann fær dreymt
með hnjúka mjallahvíta.

Nú signir dalinn sumarnótt
nú seitlar lind í hlíðum.
Nú verður dætrum dalsins rótt
í draumaheimi víðum.
Nú þráir fugl að festa blund
og fljót til sjávar hnígur.
En lofgjörð hljóð, um helga stund,
í himingeiminn stígur.