Bæn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Bæn

Fyrsta ljóðlína:Helgrar trúar sönnu sæði
bls.190
Viðm.ártal:≈ 1950
Tímasetning:Desember 1960

Skýringar

Svo segir Snorri Sigfússon: „ Sálmar Þorsteins hafa um áratugi svalað margri hrelldri og særðri sál. Þeir eru þrungnir af trúnaðartrausti og tilbeiðslu og heitir í auðmýkt og bæn. Þeir vitna um göfuga sál, gáfaðan mann og tilfinningaríkan, sem þekkir af eigin raun mannlegan vanmátt og veikleika........
Því vill hann biðja, en ekki kvarta undan sinni þungu neyð. Og öllum mönnum vill hann leggja þessa bæn á tungu: „
Helgrar tungu sönnu sæði
sá þú djúpt í hjarta mér.
Veit mér þrek og þolinmæði,
þegar neið að höndum ber.
Veit þinn, Jesú, veg ég þræði.
Veit ég dey í faðmi þér.