Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Svarfaðardalur. | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Svarfaðardalur.

Fyrsta ljóðlína:Svarfaðardalur sveitin fríða
Viðm.ártal:≈ 1975
Svarfaðardalur sveitin fríða
sumarfögur þú heillar mig
þrátt fyrir vetrarstorma stríða
starfsfúsir þegnar elska þig.
 
Sjáleg býli til beggja handa
birkiilmur í lofti er.
Áin á leið til sjávarsanda
er silfurtrafið í barmi þér.

Megi hér gerast góðar sögur
gróa og blómstra svarfdælsk jörð.
Á meðan fjöllin ægifögur
um íbúana halda vörð.