Unnur Sigurðardóttir 1908–2003
EITT LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
Unnur fæddist í Höfn á Dalvík 12. júlí 1908, einkabarn Ingibjargar Sigurðardóttur frá Árgerði og Sigurðar Jóhannssonar frá Sandá, en átti 6 hálfsystkin frá fyrra hjónabandi móður sinnar.
Unnur gekk í barnaskóla, fyrst í Skoruvík á Langanesi og síðan þrjá vetur á Dalvík.
Hún var í vist víða á Dalvík sem unglingur, m.a. á Hóli á Upsaströnd og kaupakona á Böggvistöðum. Einn vetur ( 1927-´28 ) var hún í vist hjá bróður sínum í Reykjavík.
Unnur flutti
Unnur giftist Guðjóni Sigurðssyni vélstjóra og sjómanni frá Mói MEIRA ↲
Unnur fæddist í Höfn á Dalvík 12. júlí 1908, einkabarn Ingibjargar Sigurðardóttur frá Árgerði og Sigurðar Jóhannssonar frá Sandá, en átti 6 hálfsystkin frá fyrra hjónabandi móður sinnar.
Unnur gekk í barnaskóla, fyrst í Skoruvík á Langanesi og síðan þrjá vetur á Dalvík.
Hún var í vist víða á Dalvík sem unglingur, m.a. á Hóli á Upsaströnd og kaupakona á Böggvistöðum. Einn vetur ( 1927-´28 ) var hún í vist hjá bróður sínum í Reykjavík.
Unnur flutti
Unnur giftist Guðjóni Sigurðssyni vélstjóra og sjómanni frá Mói á Dalvík.
Bjuggu þar allan sinn búskap í Svæði, fyrst ásamt foreldrum Unnar, en Sigurður lést árið 1948 og Ingibjörg 1963 þá komin á tíræðisaldur. Svæði er smábýli og sá Unnur að mestu um um búskapinn, um 30 ær og nokkrar kýr ásamt hefðbundum heimilisstörfum á stóru heimili.
Unnur og Guðjón fluttust að Dalbæ árið 1984, Guðjón lést 1988 og Unnur 2003, 95 ára gömul.
Þau Unnur og Guðjón eignuðust 4 börn, en auk þess ólu þau upp 2 barnabörn og bróðurdóttur Guðjóns. Svo það hefur oft verið í mörg horn að líta!
Unnur var einkum mikil sagnakona og söngvin vel, en einnig ágætlega hagmælt eins og faðir hennar. Ekki hefur mikið birst eftir Unni á prenti, nema nokkrar vísur í Norðurslóð 2005.
En í eigu fjölskyldunnar er töluvert til af ljóðum hennar og tækifæriskveðskap.
↑ MINNA