Tíu línur (tvíliður) AbAbAccADD | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tíu línur (tvíliður) AbAbAccADD

Lýsing: Upphafslínurnar fimm og lokalínurnar tvær eru fastar í hættinum en þriggja línu einingarnar þar á milli geta verið eins margar eða fáar og þurfa þykir. Í kennistrengnum eru sýndar fjórar einingar en í kvæði Bólu-Hjálmars, Getnaðar þá gafst mér hreppur, sem lagt er til grundvallar braggreiningunni, eru einingarnar tíu.
Þriggja línu einingarnar samanstanda af braglínupari með nýju einrími og svo sérstuðlaðri línu óstýfðri. Óstýfðu línurnar ríma allar saman, hversu langur sem bragurinn verður og eru allar, að hinum fyrstu tveimur undanskildum, kunn máltæki eða stef.

Dæmi

Getnaðar hvar gefst mér hreppur,
get eg ekki svar til lagt,
hanu mun verða helst afsleppur,
í Höfðaskála var mér sagt.
Þegar eg fæddist kom á kleppur,
kannaðist enginn við mig þá
austnorðan við æginn blá.
Rifinn var upp ljótur leppur,
löðrið þurrkað allt í hann.
Sá hefir flest, er kjafta kann.
Doðnaði þessi svikasveppur,
sannleikans ei þoldi reyk.
En fuglinn sat á fagri eik.
Af manngæskunni margar skeppur
mældi fóstran út í hönd,
svo fleyið rann að fríði strönd.
Fátæklegar fatahneppur
föðurlaus þá klæddu bein.
Snemma byrjast barna mein.
[...]
Syng eg eins og gamall greppur
og gjöri skop að öllu.
Víðar er kátt en konungsins í höllu.
Bólu-Hjálmar

Ljóð undir hættinum