Kolbeinn Högnason Kollafirði | Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra

Kolbeinn Högnason Kollafirði 1889–1949

TÍU LAUSAVÍSUR
Kolbeinn var sonur Katrínar Kolbeinsdóttur í Kollafirði og Högna Finnssonar húsasmíðameistara í Reykjavík en Högni var frá Meðalfelli í Kjós. Kolbeinn tók próf frá Kennaraskóla Íslands 1913. Hann var síðan bóndi í Kollafirði til 1943 að hann brá búi og gerðist skrifstofumaður í Reykjavík. Kolbeinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir frá Hænuvík og áttu þau saman fjögur börn. Þau slitu samvistir. Seinni kona hans var Málfríður Jónsdóttir frá Bíldsfelli í Grafningi og áttu þau saman tvö börn. Ljóðasafn   MEIRA ↲

Kolbeinn Högnason Kollafirði höfundur

Lausavísur
Aldei frið ég öðlast má
Byltist margt í brjósti mér
Fleirum háir hefðarþrá
Líkaminn fékk yfrið allt
Löng er ganga um grýttan reit
Margan glaðan man ég dag
Oft hef ég saman orðum hnýtt
Svæðin mjalla yfir ótt
Syrtir, þéttir, hylur, hrín,
Þótt ég gerist þreytugjarn