Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Á þér fegurð engin skín

Flokkur:Drykkjuvísur


Tildrög

Í búð Gránufélagsverslunarinnar á Sauðárkróki var vínsala og bað Baldvin eitt sinn búðarþjón sem Einar hét um vín á flösku. Verslunarþjónninn vissi að Baldvin þótti sopinn í meira lagi góður og hugðist pretta hann. Renndi hann vatni á flöskuna og fékk Baldvin að því búnu. Hélt Baldvin síðanum kvöldið áleiðis að Sauðá, næsta bæ innan við kaupstaðinn, til gistingar. En áður en hann næði til Sauðár mætti hann kunningja sínum og bauð honum hressingu. Tók hann þá til flöskunnar, náði tappanum úr henni og bauð hinum   MEIRA ↲
Á þér fegurð engin skín,
ertu minna en hálfur.
Aldrei snýr þú vatni í vín
vesæll skólakálfur.