Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Eitt sinn kemr hvert endadægr

Skýringar

Vísan er úr Völsungsrímum, 10. vísa 4. rímu. Sagt er að Eggert Hannesson hirðstjóri (um 1515–1583) hafi farið með hana er hann reið til skips haustið 1580. Sigldi hann þá til Hamborgar og kom ekki til Íslands eftir það. Vísan er örlítið breytt frá rímunum en þar er hún svona:

Eitt sinn kemr lífs enda dægr 
öllum lýð um síðir.
Sá telst enginn sikling frægr 
er sínum dauða kvíðir.

Völsungsrímur eru aðeins varðveittar í Staðarhólsbók (AM 604 4to) og handritum skrifuðum eftir henni. (Sjá Rímnasafn I (útg. Finnur Jónsson). Köbenhavn 1905)
Eitt sinn kemr hvert endadægr
allra lýða um síðir;
Sá finnst enginn siklingr frægr
við sínum dauða kvíðir.