Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Koma úr flóa kafandi

Flokkur:Samstæður


Tildrög

Björg var eitt sinn stödd á Glettingsnesi „niður við sjó ásamt Magnúsi bróður sínum. Norðanveður var og voru tré að berast að landi, en þau systkinin þarna komin til að bjarga þeim og draga á land. Þá orkti Brandþrúður:“
Koma úr flóa kafandi,
sem krít að líta er flýtur,
hrakning sjóa hafandi
hvítar, nýtar spýtur.

Hoppa berum básnum á,
brjótast hljóta í róti.
Magnús fer og fetar þá
fótaskjótur móti.*