Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hér eru í boði hundar tveir

Höfundur:Jón Þorláksson
Flokkur:Gamanvísur

Skýringar

„Morgungjöfin.
 
Það var forn siður á  Íslandi að bjóða uppá rúm fyrir brúðguma þegar hann skyldi gánga til sængur brúðkaupskvöldið; stóðu þá konur inni í sængurhúsinu og héldu aptur dyrum, og var ein fyrir svörum af hendi brúðarinnar, en brúðgumi og karlmenn þeir sem honum fylgdu stóðu fyrir utan, og bauð einn til sængurinnar fyrir hönd brúðguma; var þar boðið ýmisligt sem mönnum kom til hugar. Þegar boðið var svo mikið sem til var ætlað að morgungjöfin yrði var brúðgumanum leyfð inngánga í sængurhúsið. – Vísan er tekin eftir einu handriti.“
Hér eru í boði hundar tveir,
hentug sængurborgun,
gjarnan skulu goldnir þeir
góðfúslega á morgun.