Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Hvæsti glyggur að austan yggju


Tildrög

Vorið 1821 reri Gísla við Drangey með Jóni Rögnvaldssyni skipasmið og segir í Ævisögu hans að þeir hafi fuglað vel en lítið hafi það vor verið um fisk við Eyna. “Varð helzt vart norður í Ketubrúnum. Var það eitt sinn er Jón reri þangað, að norðanveður rauk á landnorðan.“  Kvað Gísli þá vísu þessa. Síðan segir: „Þeir náðu með heilu í  Drangey“.
 
Hvæsti glyggur að austan yggju
óða drif í flóða svifi,
rán of baldin raun á skelldi
rangabörð fur Drangey norður,
þöndust voðir en reyndist reiði,
ráin söng og háar löngu,
hafin af afli í ofursköflum
úður reið á snúðunum breiðu.