Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sé ég Jón um Selnes pjakka

Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Vísan er um Jón Norðmann einbúa á Selnesi á Skaga. Hann þótti nokkuð forn í háttum og hafði talsverð samskipti við drauga sem fylgdu jörðinni.
Sé ég Jón um Selnes pjakka
svifléttan með kerrtan hnakka,
skrautbúinn í skarlatsfrakka,
skúrar bæinn holt og bolt.
Þar er hvergi fis að finna
- fyrirmyndin okkar hinna, -
þó hann draugum þurfi að sinna
þá er söm hans reisn og stolt.