Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Á ferð minni yfir fjörðinn


Tildrög

Höfundur hefur stundum leikið sér að dróttkvæðum bragarhætti og skrifaði þessa vísu í gestabók Guðmundar rithöfundar á Egilsá eftir sviðaveislu og notalegt kvöldspjall í nóvember 2000.
Á ferð minni yfir fjörðinn
fann ég í glöðum ranni
góðskáld með léttu geði,
gestlöð og rausn besta.
Enduð hjá óðalsbónda,
erfið var hvergi ferðin,
saðst hef ég vel af sviðum,
setið og lengi etið.