| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Á ferð minni yfir fjörðinn


Tildrög

Höfundur hefur stundum leikið sér að dróttkvæðum bragarhætti og skrifaði þessa vísu í gestabók Guðmundar rithöfundar á Egilsá eftir sviðaveislu og notalegt kvöldspjall í nóvember 2000.

Skýringar

Á ferð minni yfir fjörðinn
fann ég í glöðum ranni
góðskáld með léttu geði,
gestlöð og rausn besta.
Enduð hjá óðalsbónda,
erfið var hvergi ferðin,
saðst hef ég vel af sviðum,
setið og lengi etið.