| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Ort til Benedikts Þórainssonar kaupmanns í Reykjavík.

Skýringar

Brá sér hingað brennvínshít
Bensa til að finna,
óð hann djúpan aur og skít
eitt staup til að vinna.

Er um morgna arka ég
eftir litlum pinna,
lærðan mann á Laugaveg
langskást er að finna.

Bjórs er eg þurfi og brennivíns,
bilaður er maginn,
en eg hreppi heiti svíns,
heyrist það um bæinn.