| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Páll Ólafsson átti í málaþrasi við Skafta ritstjóra Jósefsson á Seyðisfirði. Axel Tulinius, settur sýslumaður, var dómari og gat Páll ekki fundið að störfum hans. Þessa ferskeytlu kvað hann í einu réttarhaldinu. Presturinn, sem minnst er á, sem hinn eina er væri lakari en Skafti, mun vera séra Björn Þorláksson á Dvergasteini, en þeir voru óvildarmenn Páll og hann.

Skýringar

Ágætur var Axel mér
að hann veitti frestinn.
En Skafti mesta afskúm er.
- Undanskil þó prestinn.