| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Einhverjir gárungar voru að stríða karli nokkrum er Einar hét, á því að hann ætti fátt bóka. Karl afsakaði sig með því að Abraham hefði verið ágætis náungi og hefði þó enga bók átt. Einar Jochumsson var þar nærstaddur og kvað þessa ferskeytlu.

Skýringar

Einar karl því eftir tók
og það játar glaður,
að Abraham átti enga bók
einn sá besti maður.