| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Átti heima í Winnepeg á árum fyrri heimstyrjaldarinnar. Gerðist sjálfboðaliði.Var sendur til Englands til vopnakaupa. Fór hann þá eitt sinn út í skóg og þar urðu vísur þessar til.
Þar sem ríkir þögn og friður
þreyttur nýtur hvíldar best.
Því skal ég í þessum lundi
þreyja meðan dagur sest.

Hér á milli laufgra lima
leikur aftan blær um kinn
meðan léttar ljóðhendingar
líða fram í huga minn.