| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Undarleg er ævin manns

Bls.bls. 490-491


Tildrög

Ort skömmu áður en hann lést þá í Kanada.

Skýringar

Undarleg er ævin manns
angur-bárum þvegin.
Skal nú vera langt til lands?
Lending yrði eg feginn.

Veit eg muni leiðarljós
loga á heljarskeri.
Feginn inn á feigðarós
fleyti völtum kneri.

Er að lokum upp við sand
ýtir kyljan stranga,
vona ég mér á lífsins land
leyfist þó að ganga.