| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Höfundur var tekinn fastur fyrir innbrot í verslun í Stykkishólmi. Sýslumaður hét Guðmundur og var síðar álitið að hann hefði ekki einasta vitað um innbrot Árna heldur jafnvel aðstoðað hann við verknaðinn. Ekki nægði það þó til sýknu Árna. Var hann dæmdur í fangelsi en hann náði að strjúka skömmu síðar og komst aldrei undir manna hendur. Árni virðist ekki hafa verið mjög sleginn því í fyrsta réttarhaldinu yrkir hann þessa ferskeytlu.

Skýringar

Að mér berast efni vönd,
er þó máta glaður.
En - hafið þér séð hann Glugga-Gvönd,
göfugi sýslumaður?