| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Oft á blíðu er nú hlé.
Ástin lítið hvetur.
Væri kominn K og B
kyssa mundi betur.

Er ég sáran æskuharm
oft við fór að stríða.
Þorna tár á þreyttum hvarm
þegar árin líða.

Nú er ástin úrelt þing.
Er það úrelt saga.
Flestir elda umbreyting
alla sína daga.

Gleymdu því sem gleyma ber.
Gleymdu því sem lítið er.
Gleymdu öllu og einnig mér
öllu nema sjálfum þér.

Myrkrið hefur hjartað mitt
hjúpað oft í vetur.
En bjarta leiðarljósið þitt
líka slokknað getur.