| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Oft mér í huganum hlýnar
að horfa á iðgrænan völl.
Ég kveð ykkur klappirnar mínar
og kærustu blómin mín öll.

Ég kveð þegar glitgræn er jörðin
og glóey við hafflötin sest.
Hlíðina, fjöllin og fjörðinn.
En föður og móður þó best.

Til heimkynna er hugurinn sækinn.
Hefur svo ágætan byr.
Ég kveð ykkur, lindina og lækinn.
Þar lék ég mér áður fyr.