| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Útvarpsþerna í þvargi og ys.
Þrátt til varna er kvaddur
er hann Bjarni aldeilis
ekki á hjarni staddur.

Guðmundur oss gleði jók
gaman hreyfi málum.
Eðalvín og kennski kók
kneifir af Boðnar skálum.

Thorólf eys úr andans sjóð
yfir landsbyggðina.
Þótt hann lagi ekki ljóð
lítur hann nið´ á hina.

Verði þrot á viskunni
veldur það engu tjóni.
Upp þeir slá í Ólafi
eins og lexikóni.

Hróp og kæti, hlátrasköll
heyrast lætur Sveinn að vana
er hin mætu andans tröll
af sér tæta brandarana.