| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Sentist Páli suður Kjöl


Tildrög

Páll Sigurðsson frá Lundi í Fljótum var í skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal veturinn 1929-1930. Í jólaboði á Hjálmsstöðum dansaði Páll við heimasætuna, dóttur Páls, sem náði vasabók nafna síns og lét í þessa vísu.
Sentist Páli suður Kjöl,
síst er í Fljótum kvennaval.
Linaði sína karlmannskvöl
hjá kerlingum í Haukadal.