| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Sigurbjörn K. Stefánsson, skósmiður, var staddur á fundi á Siglufirði. Þar flutti Jóhann G. Möller ræðu, langloku mikla. Áður en ræðunni var endanlega lokið var Jóhann þrisvar búinn að segja: ?Að lokum þetta.? Eftir ræðuna kvað Sigurbjörn þessa ferskeytlu.

Skýringar

Jóhann margar kúnstir kann,
kollsteypir sér tvisvar.
Og að lokum lokar hann
lokaræðu þrisvar.