Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Sigurbjörn K. Stefánsson frá Miðhúsagerði, Skag. 1917–1970

72 LAUSAVÍSUR
Sigurbjörn var fæddur á Spáná í Unadal í Skagafirði. Foreldrar hans voru Stefán Ásmundsson og kona hans, Guðrún Pálsdóttir, sem lengst bjuggu í Miðhúsagerði í Óslandshlíð. Sigurbjörn var skósmiður, bjó á Siglufirði en síðar í Kópavogi. Hann starfaði lengi í kvæðamannafélaginu Iðunni, kunnur fyrir kveðskap og vísnaþætti í útvarpi. Hann gaf út ljóðabókina Skóhljóð árið 1967 og var hún handskrifuð og fjölrituð.

Sigurbjörn K. Stefánsson frá Miðhúsagerði, Skag. höfundur

Lausavísur
Arfinn frá deyjandi flokksbroti fékk hann
Bauju róleg vaktin var
Bjarmar hátt við himinfeld
Bjartar ljósi lýsa mér
Brýtur á skerjum bára stór
Bæjarstjórn á nú á ný
Dagsins ró og dýrðin seyðir
Dauðir hlutir hafa mál
Drjúpa höfði húnversk blóm
Ef að geð er gramt og þreytt
Er leið á daginn drengjum hjá
Fjörið dá og mesta má
Fljóðið rjóða hróður hlóð
Fram um leyndan lífsins stig
Fyrrum hráka í hreinni trú
Gegnum sálarsorta og hrím
Glæstra óskar gæði heims
Hannibal efndi til hávaðafundar
Hófalungur höll og svell
Í ljósi því sem lífið gaf þér
Í Þúfum oft mig hefur hresst
Jóhann margar kúnstir kann
Kvæðalaga léttur blær
Lék við tauma ljúf og hress
Líkamsorka eyðast fer
Löngum vekur ljóð á ný
Mannsins brennir óðaör
Margan frjálsan fékkstu sprett
Meðan endist æviról
Merki eftir manndómsárin
Met ég háttinn lýðs og ljóðs
Minja glampa glæsta á
Mætum undi ég mér hjá höld
Nú skal hefja hugþekkt lag
Ofin mildi andans rök
Oft mig hefur ílla brennt
Oft við minja arin dvel
Orða kyngis orku ber
Ormur sér í útver brá
Ólánsmannsins geldur gjald
Ragnar kom og kátur var
Sáði í lundinn sæði manns
Sálin yrði undur glöð
Sigga villa sýnist ljót
Sindrar enn þá sálarglóð
Skýst um hauður hjartasnauð
Sofna mun ég sæll í jörð
Sóma neitar sálarför
Stemma mín er stuðla föll
Syrgir hérað horfinn dreng
Tungan söng við tryggða feng
Ung og hraust og endurnærð
Uppi í rúmi svanni og sveinn
Varma þrýtur heimi hjá
Við eigum góðan göngumann
Virðir kvennskan kirkjuskálk
Von er að aðra Drottinn drepi
Væri úti frost og fjúk
Ylja margoft innri þrá
Ýmsum hagur leggur lið
Þagna raustir vona og vits
Þar íslenska gestrisni enga ég fann
Þar sem ertu á ég vin
Þá var gaman þig að sjá
Þegar haustar og frjósa fer
Þeytti mökkum moldar knár
Þig ég yrkja Andrés bið
Þóttir í æsku efnismaður
Þreytti ég kapp við knappann kostinn
Þú ert Hjálmar frá oss farin
Þyngjast tekur fótum för
Ævistarf og erilspor